ÞJÓNUSTA

Fjölbreytt þjónusta fyrir fyrirtæki og stofnanir

VALIT AFRITUN | BACKUP 

Eru tekin afrit af mikilvægum gögnum á þínum vinnustað? Leikur grunur á að öryggisafrit virki ekki sem skyldi? 


Með Valit Afritun getur þú afritað netþjóna og annan búnað, s.s. Microsoft 365, OneDrive, útstöðvar og fleira , á einfaldan og öruggan máta.

  • Afritun gagna

    Upplýsingatæknin gegnir sífellt stærra hlutverki í starfsemi fyrirtækja og daglegu lífi fólks. Við treystum tölvubúnaði fyrir öllu viðkomandi rekstrinum og geymum þar einnig ýmsar persónulegar upplýsingar og dýrmætar minningar og stólum á að allt virki alltaf sem skyldi. 



    Komdu í VALIT AFRITUN og við sjáum um þetta fyrir þig!

VALIT VÖKTUN | SOC

Er einhver að vakta þitt tölvukerfi? 
Vantar þig betri yfirsýn yfir búnað í rekstri? 


Með virkri vöktun er hægt að minnka líkur á rekstrartruflunum. Að vera með Valit Vöktun þýðir að tölvukerfið er vaktað allan sólarhringinn, árið um kring.

  • Lesa meira

    Þess er gætt að hlutir eins og eldveggir og póstsíur virki sem skyldi og fylgst er með umferð, jafnt ytri sem innri. Ef eitthvað óeðlilegt kemur upp í kerfinu eru sérfræðingar Valit fljótir að bregðast við til að koma í veg fyrir truflun á starfseminni. Uppfærslur, afritun og ýmis önnur vinnsla í tölvukerfum fyrirtækja fer gjarnan fram utan hefðbundins vinnutíma og því er nauðsynlegt að hafa virka sólarhringsvöktun til að tryggja órofinn uppitíma og örugga virkni.


    Komdu í Valit vöktun og við sjáum um þetta fyrir þig!

VALIT SÍMKERFI | VOICE

Er símkerfið orðið gamalt og lúið og starfsfólkið nú þegar að nota Microsoft Teams?


Með áskrift að Valit Símkerfi nýta fyrirtæki Microsoft Teams hugbúnaðinn sem alhliða símkerfi. Það er einfalt, þægilegt og hentar fyrir bæði Windows og Mac og appinu má hlaða niður í Androd, iOS og Windows farsíma og önnur helstu snjalltæki.

  • Lesa meira

    Áskrifendur að Valit Símkerfi geta bæði hringt og tekið við hljóð- og myndsímtölum annarra Teams-notenda, hvar sem er og hvenær sem er. Einnig er hægt að hringja hljóðsímtöl í hvaða númer sem er, óháð því að viðmælandinn sé tengdur við Teams.


    Teams tilheyrir Microsoft 365 umhverfinu og vinnur því frábærlega með Word, PowerPoint, Excel og öðrum helstu forritunum á þægilegan hátt og í sama viðmóti.


    Ný og betrumbætt útgáfa af Microsoft Teams appinu fyrir Windows og Mac leit dagsins ljós á síðari hluta árs 2023. Um er að ræða hraðara, snjallara, einfaldara og sveigjanlegra forrit sem mætir sívaxandi kröfum nútímans áreiðanleika, öryggi, afköst og skilvirkni samskiptaforrita. Eftir 31. mars 2024 verða allir Teams-notendur uppfærðir sjálfkrafa, þ.e.a.s. þeir sem hafa ekki þá þegar uppfært í nýju útgáfuna.


    Þróun Microsoft Teams hugbúnaðar fylgir nútímalegri stefnu sem byggir á stöðugri framþróun í tæknilausnum og gengur út frá því að notendur Teams séu ávallt með nýjustu útgáfu af hugbúnaðinum í notkun. Fyrirtæki í áskrift að Valit Símkerfi fá aðstoð við innleiðingu og ítarlega leiðsögn um alla þá möguleika sem Teams býr yfir í hlutverki símkerfis. Sparaðu tíma og njóttu þess að anda léttar með áreiðanlegri og öruggri lausn í símkerfi sem auðvelt er að stjórna.


    Hafðu samband og fáðu allar upplýsingar um Valit Símkerfi 


    📞 558 5200 

    📧 info@valit.is

    🔗 www.valit.is


VALIT REKSTUR | OPERATION

Hefur þitt fyrirtæki þörf fyrir aðstoð við rekstur á Microsoft umhverfinu?


Við hjá Valit ráðgjöf höfum yfir 20 ára reynslu af rekstri tölvukerfa, jafnt stórra sem smárra. Hjá fyrirtækinu starfar öflugur hópur sérfræðinga sem kann að nýta möguleika upplýsingatækninnar til fulls og býr auk þess yfir sérþekkingu á netöryggismálum.

  • Lesa meira

    Við bjóðum fyrirtækjum og stofnunum upp á heildstæða þjónustu í áskrift sem nefnist Valit Rekstur og felur í sér að Valit ráðgjöf sér alfarið um rekstur tölvukerfa, hvort sem um er að ræða hugbúnað, stýrikerfi, netþjóna, útstöðvar eða jaðartæki. 


    Áskrift að Valit Rekstri þýðir að umsjón með uppfærslum, vöktun og viðhald á Microsoft hugbúnaði, auk annarra tæknilegra úrlausnarefna og almennrar þjónustu við notendur tölvukerfisins, er í umsjón Valit ráðgjafar. Með áskrift að Valit Rekstri geta viðskiptavinir okkar verið þess fullvissir að tölvukerfið sé vaktað, afritað og uppfært með reglubundnum hætti samkvæmt ströngustu öryggiskröfum og með nýjustu tæknilausnum á hverjum tíma.  


    Netárásir á fyrirtæki eru vaxandi vandamál á heimsvísu og algengari en margur kann að halda. Alls kyns netglæpir geta valdið truflun á rekstri tölvukerfa og fjárhagslegu tjóni auk þess sem viðkvæmar upplýsingar geta komist í hendur óprúttinna aðila. Þess vegna er beinlínis hagkvæmt að láta sérfræðinga sjá um rekstur tölvukerfisins; það eykur rekstrarlegt öryggi í kjarnastarfsemi fyrirtækisins og sparar að auki þann kostnað sem annars kann að hljótast af bilunum og gagnagíslatöku vegna netárása.


    Valit ráðgjöf sérhæfir sig í rekstri tölvukerfa, netöryggi og vörnum gegn gagnalekum. 

    Kynntu þér nánar kosti þess að vera með Valit Rekstur í áskrift og láta okkur sjá um tölvukerfið frá a til ö.


    Hafðu samband og fáðu allar upplýsingar um Valit Rekstur 


    📞 558 5200 

    📧 info@valit.is

    🔗 www.valit.is


VALIT 365 | MICROSOFT 365

Við sjáum um rekstur á þínu skýjaumhverfi frá A–Ö svo þú þurfir þess ekki! 


Með Valit 365 getur þú verið fullviss um að skýjaumhverfið virki fyrir þitt fyrirtæki og allar innbyggðar öryggisstillingar séu notaðar.


  • Lesa meira

    Framtíðin er í skýjalausnum og öll atvinnustarfsemi er smám saman að flytja sig upp í skýin. Líkt og gildir almennt um upplýsingatæknina þarf að gæta vel að öllum öryggisþáttum á borð við t.d. auðkenningar við nýtingu skýjalausna og innleiðing þeirra krefst því sérþekkingar. Við hjá Valit sjáum um að koma þínum gögnum í það skýjaumhverfi sem hentar starfseminni best þannig að þau séu bæði örugg og aðgengileg. Skýjaumhverfið stækkar sífellt og þróunin er hröð; hjá Valit fylgjumst við því vel með til að geta sérsniðið þær skýjalausnir sem henta viðskiptavinum okkar best, hvort sem það er í Microsoft 365, Azure eða AWS.

    Komdu í Valit 365 og við sjáum um þetta fyrir þig!


    Áskrifendur að Valit Símkerfi geta bæði hringt og tekið við hljóð- og myndsímtölum

    annarra Teams-notenda, hvar sem er og hvenær sem er. Einnig er hægt að hringja

    hljóðsímtöl í hvaða númer sem er, óháð því að viðmælandinn sé tengdur við Teams.

    Teams tilheyrir Microsoft 365 umhverfinu og vinnur því frábærlega með Word,

    PowerPoint, Excel og öðrum helstu forritunum á þægilegan hátt og í sama viðmóti.

    Ný og betrumbætt útgáfa af Microsoft Teams appinu fyrir Windows og Mac leit

    dagsins ljós á síðari hluta árs 2023. Um er að ræða hraðara, snjallara, einfaldara og

    sveigjanlegra forrit sem mætir sívaxandi kröfum nútímans áreiðanleika, öryggi, afköst

    og skilvirkni samskiptaforrita. Eftir 31. mars 2024 verða allir Teams-notendur

    uppfærðir sjálfkrafa, þ.e.a.s. þeir sem hafa ekki þá þegar uppfært í nýju útgáfuna.

    Þróun Microsoft Teams hugbúnaðar fylgir nútímalegri stefnu sem byggir á stöðugri

    framþróun í tæknilausnum og gengur út frá því að notendur Teams séu ávallt með

    nýjustu útgáfu af hugbúnaðinum í notkun. Fyrirtæki í áskrift að Valit Símkerfi fá

    aðstoð við innleiðingu og ítarlega leiðsögn um alla þá möguleika sem Teams býr yfir

    í hlutverki símkerfis. Sparaðu tíma og njóttu þess að anda léttar með áreiðanlegri og

    öruggri lausn í símkerfi sem auðvelt er að stjórna.

    Hafðu samband og fáðu allar upplýsingar um Valit Símkerfi

VALIT ÖRYGGI | SECURITY

Vantar þig aðstoð eða ráðgjöf varðandi netöryggismál?


Valit býður fyrirtækjum og stofnunum upp á víðtæka ráðgjöf og þjálfun í öryggismenningu og öryggisvitund starfsfólks auk þess að aðstoða við gerð öryggisstefnu sé þess þörf.

  • Lesa meira

    Með Valit Öryggi er tryggt að reglulega sé gerð öryggisúttekt á tölvukerfinu til að ganga úr skugga um að eldveggir, póstsíur og allur búnaður virki sem skyldi. 


    Netárásir eru sívaxandi vandamál um heim allan og geta skaðað fyrirtæki og stofnanir með truflun á starfsemi og valdið fjárhagslegu tjóni. Notendur tölvukerfa eru veikur hlekkur í netöryggi sem tölvuþrjótar nýta sér sem aldrei fyrr. Þess vegna er rík ástæða til að bæta öryggismenningu og draga úr áhættu vegna mannlega þáttarins með því fá aðstoð sérfræðinga við að halda notendum tölvukerfisins á tánum með netöryggi efst í huga.


    Valit ráðgjöf er í samstarfi við KnowBe4 sem notar svikapóstaprófanir til að þjálfa öryggisvitund hjá starfsfólki og verjast þannig netsvikum á borð við gagnagíslatöku, vefveiðar (e. phishing) og það sem hefur verið kallað bragðvísi (e. social engineering). Eftirlíkingar af svikapóstum eru sendar til notenda með reglubundnum hætti til að sjá hvar hætturnar leynast. Þau sem falla á því prófi fá sent kennslumyndband til að læra að bera kennsl á hvers kyns netsvik og hvernig ber að varast þau.


    Valit Öryggi er árangursrík leið til að bæta öryggismenningu og draga úr hættunni á netárás vegna mannlegra mistaka og vangár. Náðu stjórn á viðvarandi vandamáli og komdu í hóp yfir 65.000 viðskiptavina sem nota KnowBe4 til að verjast netógnum nútímans.


    Komdu í Valit Öryggi og við sjáum um þetta fyrir þig!


    Við bjóðum fyrirtækjum og stofnunum upp á heildstæða þjónustu í áskrift sem nefnist Valit Rekstur og felur í sér að Valit ráðgjöf sér alfarið um rekstur tölvukerfa, hvort sem um er að ræða hugbúnað, stýrikerfi, netþjóna, útstöðvar eða jaðartæki. 


    Áskrift að Valit Rekstri þýðir að umsjón með uppfærslum, vöktun og viðhald á Microsoft hugbúnaði, auk annarra tæknilegra úrlausnarefna og almennrar þjónustu við notendur tölvukerfisins, er í umsjón Valit ráðgjafar. Með áskrift að Valit Rekstri geta viðskiptavinir okkar verið þess fullvissir að tölvukerfið sé vaktað, afritað og uppfært með reglubundnum hætti samkvæmt ströngustu öryggiskröfum og með nýjustu tæknilausnum á hverjum tíma.  


    Netárásir á fyrirtæki eru vaxandi vandamál á heimsvísu og algengari en margur kann að halda. Alls kyns netglæpir geta valdið truflun á rekstri tölvukerfa og fjárhagslegu tjóni auk þess sem viðkvæmar upplýsingar geta komist í hendur óprúttinna aðila. Þess vegna er beinlínis hagkvæmt að láta sérfræðinga sjá um rekstur tölvukerfisins; það eykur rekstrarlegt öryggi í kjarnastarfsemi fyrirtækisins og sparar að auki þann kostnað sem annars kann að hljótast af bilunum og gagnagíslatöku vegna netárása.


    Valit ráðgjöf sérhæfir sig í rekstri tölvukerfa, netöryggi og vörnum gegn gagnalekum. 

    Kynntu þér nánar kosti þess að vera með Valit Rekstur í áskrift og láta okkur sjá um tölvukerfið frá a til ö.


    Hafðu samband og fáðu allar upplýsingar um Valit Rekstur 


    📞 558 5200 

    📧 info@valit.is

    🔗 www.valit.is


Share by: