RÁÐGJÖF

við veitum faglega ráðgjöf í rekstri tölvukerfa

RÁÐGJÖF

Valit ráðgjöf veitir fyrirtækjum og stofnunum faglega ráðgjöf í rekstri tölvukerfa, öryggismálum og öllu því sem viðkemur stafrænum lausnum og upplýsingatækni. 


Við erum sérfræðingar í Microsoft, Office 365, Azure, Exchange, Active Directory og ýmsum öðrum hugbúnaði, ásamt því að tileinka okkur jafnharðan nýjustu tæknilausnir í netöryggismálum. Valit ráðgöf getur því boðið viðskiptavinum sínum upp á bestu mögulegar lausnir gegn algengustu netógnum nútímans á borð við svikapósta, vefveiðar og gagnagíslatöku í skýjaþjónustum. 


Netárásir á tölvukerfi eru orðnar mun algengari en fólk almennt gerir sér grein fyrir þar sem einungis er fjallað um hluta þeirra í fjölmiðlum. Þessar árásir geta verið af margvíslegum toga og valdið bæði fyrirtækjum og einstaklingum fjárhagslegu tjóni auk þess sem óprúttnir aðilar geta komist yfir viðkvæmar persónuupplýsingar. 


Því er nauðsynlegt fyrir alla rekstraraðila net- og tölvukerfa að vera sífellt á tánum gagnvart vírusum, mannlegum mistökum, bilunum og öðru því sem getur orsakað grimmilegar netárásir. Skynsamlegasta leiðin til að tryggja öflugar varnir er að auka öryggisvitund starfsfólks og vera í nánu samstarfi við sérfræðinga á þessu sviði.


Hafðu samband við VALIT og við veitum þér ráðgjöf. 

📞 558 5200 

📧 info@valit.is

🔗 www.valit.is

ÖRYGGI

Vantar þig aðstoð eða ráðgjöf varðandi netöryggismál?


Valit býður fyrirtækjum og stofnunum upp á víðtæka ráðgjöf og þjálfun í öryggismenningu og öryggisvitund starfsfólks auk þess að aðstoða við gerð öryggisstefnu sé þess þörf.


Með Valit Öryggi er tryggt að reglulega sé gerð öryggisúttekt á tölvukerfinu til að ganga úr skugga um að eldveggir, póstsíur og allur búnaður virki sem skyldi.


Netárásir eru sívaxandi vandamál um heim allan og geta skaðað fyrirtæki og stofnanir með truflun á starfsemi og valdið fjárhagslegu tjóni. Notendur tölvukerfa eru veikur hlekkur í netöryggi sem tölvuþrjótar nýta sér sem aldrei fyrr. Þess vegna er rík ástæða til að bæta öryggismenningu og draga úr áhættu vegna mannlega þáttarins með því fá aðstoð sérfræðinga við að halda notendum tölvukerfisins á tánum með netöryggi efst í huga.


Valit ráðgjöf er í samstarfi við KnowBe4 sem notar svikapóstaprófanir til að þjálfa öryggisvitund hjá starfsfólki og verjast þannig netsvikum á borð við gagnagíslatöku, vefveiðar (e. phishing) og það sem hefur verið kallað bragðvísi (e. social engineering). Eftirlíkingar af svikapóstum eru sendar til notenda með reglubundnum hætti til að sjá hvar hætturnar leynast. Þau sem falla á því prófi fá sent kennslumyndband til að læra að bera kennsl á hvers kyns netsvik og hvernig ber að varast þau.


Valit Öryggi er árangursrík leið til að bæta öryggismenningu og draga úr hættunni á netárás vegna mannlegra mistaka og vangár. Náðu stjórn á viðvarandi vandamáli og komdu í hóp yfir 65.000 viðskiptavina sem nota KnowBe4 til að verjast netógnum nútímans.Komdu í Valit Öryggi og við sjáum um þetta fyrir þig!

Share by: